English below

Til hamingju! ? Þú fannstð landvöktunarþjónustu Copernicus (CLMS)! 

Leynistafurinn sem þú leitar að er: L  

Credit: Dall-E ChatGPT

Safnaðu öllum stöfunum til að mynda orð og notaðu orðið til að fá verðlaun á sýningarbás Náttúrufræðistofnunar. 

Hér eru nokkrar skemmtilegar staðreyndir um landvöktunarþjónustu Copernicus (CLMS): 

CLMS er eins og ofurhetja  sem fylgist með jörðinni með aðstoð gervitungla í geimnum. Eitt af gervitunglunum, Sentinel-1, tekur stórkostlegar myndir af jörðinni. Myndirnar hjálpa okkur að sjá hluti eins og skóga, borgir, ár og fjöll úr háloftunum! 

Með CLMS geta vísindamenn einnig fylgst með því hvernig landið hreyfist með sérstökum búnaði sem kallast EGMS (European Ground Motion Service). Þetta er eins og að hafa leynilega ofurkraftasem greina þegar jörðin hreyfist. Jörðin getur hreyfst í jarðskjálftum eða skriðuföllum. Með því að fylgjast með hreyfingum landsins getum við hjálpað til við að tryggja öryggi fólks og vernda náttúruna. 

CORINE er sérstakt verkefni þar sem mismunandi gerðir lands eru kortlagðar um alla Evrópu. Það segir okkur hvort landið sé þakið skógi, bújörðum, vatni eða jafnvel byggingum! Með því að átta okkur á hvernig landið er notað getum við tekið betri ákvarðanir til að vernda það og tryggja að það sé heilbrigt fyrir framtíðina. 

Þökk sé CLMS þá geta vísindamenn og fólk sem tekur ákvarðanir fylgst með breytingum á landinu og hjálpað til við að hlúa að fallegu plánetunni okkar. Haltu áfram að rannsaka og lærðu meira um hvernig Copernicus getur hjálpað til við að bjarga jörðinni! 

Credit: ESA/ATG medialab ©ESA

Ratsjá og Sentinel-1: Að fylgjast með hreyfingu jarðar! ?✨ 

Vissir þú að jörðin er á stöðugri hreyfingu, jafnvel þó að við finnum ekki fyrir því? Til að fylgjast með þessari agnarlitlu hreyfingu jarðarinnar nota vísindamenn sérstakt gervitungl sem kallast Sentinel-1. Það er hluti af Copernicus-verkefninu og um borð í því er mjög flott tæki: ratsjá! 

Ratsjá virkar eins og galdur. Í staðinn fyrir að taka venjulegar myndir sendir hún út ósýnileg merki í átt að jörðu sem endurkastast þar og koma aftur til baka. Með því að mæla hversu langan tíma það tekur merkið að koma til baka getur ratsjáin búið til ofurnákvæmar myndir af yfirborði jarðarinnar – jafnvel í gegnum ský eða að nóttu til! ?? 

Með ratsjánni í Sentinel-1 gervitunglinu er hægt að fylgjast með örlitlum hreyfingum í jörðinni sem geta átt sér stað, til dæmis áður en jarðskjálfti verður eða eftir mikla rigningu sem kemur af stað skriðuföllum. Þetta kallast vöktun jarðhreyfinga. Eitt af því sem hjálpar til við þessa vöktun er EGMS-þjónustan (European Ground Motion Service) sem notar ratsjána í Sentinel-1 til að greina jafnvel smæstu hreyfingar jarðar svo vísindamenn geti séð hvort landið sé að síga eða færast til. 

Með því að fylgjast náið með breytingum á jörðu niðri er hægt að vernda bæði fólk og náttúru. Næst þegar þú sérð jörðina hreyfast í kvikmynd, mundu þá að Sentinel-1 er að fylgjast með í raunveruleikanum! 

Á EGMS-kortinu segja litirnir okkur hvernig jörðin er að hreyfast! Rauður litur þýðir að landið er að síga eða fara niður. Það getur gerst ef landið er mjúkt eða eftir jarðskjálfta. Blár litur þýðir að landið er að rísa, eins og það sé að ýtast upp! Það getur gerst þegar nýtt land myndast eða þegar ís hverfur. 

Litirnir hjálpa vísindamönnum að sjá hvernig jörðin hreyfist og fylgjast með öllum breytingum sem eiga sér stað. Upplýsingarnar sem fást eru notaðar til að tryggja öryggi fólks!

Nánari upplýsingar hér: https://land.copernicus.eu


Congratulations! ? You’ve found the Copernicus Land Monitoring Service (CLMS)!

The secret letter you are looking for is: L

Credit: Dall-E ChatGPT

Collect all the letters to form a word and use the word to get your reward at the booth from Náttúrufræðistofnun.

Here some cool things about the Copernicus Land Monitoring Services (CLMS):

CLMS is like a superhero for the Earth, watching over our land using satellites in space. One of the satellites, Sentinel-1, takes amazing pictures of the ground. These pictures help us see things like forests, cities, rivers, and mountains from way up high!

With CLMS, scientists can also track how the land is moving with a special tool called EGMS (European Ground Motion Service). It’s like having a secret power to spot when the ground moves, which can happen during earthquakes or landslides. Knowing this helps us keep people safe and protect nature.

There’s also CORINE, a special project that maps different types of land all across Europe. It tells us whether the land is covered by forests, farms, water, or even buildings! By understanding how land is being used, we can make better decisions to protect it and make sure it’s healthy for the future.

Thanks to CLMS, scientists and decision-makers can keep track of changes in the land and help take care of our beautiful planet. Keep exploring to learn more about how Copernicus is helping save the Earth!

Credit: ESA/ATG medialab ©ESA

Radar and Sentinel-1: Watching the Earth Move! ?✨

Did you know that the Earth is constantly moving, even when we can’t feel it? To keep an eye on these tiny movements, scientists use a special satellite called Sentinel-1. It’s part of the Copernicus program and has a really cool tool onboard: radar!

Radar is like magic. Instead of taking regular pictures, it sends out invisible signals that bounce off the ground and come back. By measuring how long it takes for the signal to return, radar can create super-detailed images of the Earth’s surface—even through clouds or at night! ??

With Sentinel-1’s radar, we can track tiny shifts in the ground that might happen before an earthquake or after a big rainstorm causes a landslide. This is called ground motion monitoring. One of the tools that helps with this is called EGMS (European Ground Motion Service). EGMS uses Sentinel-1’s radar to spot even the smallest movements, so scientists can figure out if the land is sinking or shifting.

By keeping an eye on these changes, we can protect people and nature. So next time you see the Earth moving in a movie, remember: Sentinel-1 is doing it in real life!

In the EGMS map, colors tell us how the ground is moving! When you see red, it means the ground is sinking or going down. This can happen if the land is soft or after an earthquake. When you see blue, it means the ground is rising, like it’s pushing up! This might happen if new land is forming or when ice disappears.

These colors help scientists keep track of changes and keep everyone safe by watching how the Earth moves!

Find out more here: https://land.copernicus.eu