English below
Til hamingju! ? Þú fannst loftslagsþjónustu Copernicus (C3S)!
Leynistafurinn sem þú leitar að er: N
Safnaðu öllum stöfunum til að mynda orð og notaðu orðið til að fá verðlaun á sýningarbás Náttúrufræðistofnunar.
Hér eru nokkrar skemmtilegar staðreyndir um loftslagsþjónustu Copernicus (C3S):
C3S-þjónustan hjálpar vísindamönnum að skilja hvernig loftslag jarðar er að breytast. Með því að rannsaka hluti eins og hitastig, úrkomu og sjávarmál getur C3S hjálpað til við að spá fyrir um hvernig loftslagið verður í framtíðinni.
Á Íslandi valda loftslagsbreytingar því að jöklar bráðna og minnka með hverju ári sem líður. Það þýðir minni ís en í staðinn er meira vatn í ám og sjó. Veðurfar er líka að breytast, með hlýrri vetrum og meiri rigningu. Sum dýr, eins og fiskar og fuglar, verða fyrir áhrifum vegna veðurfarsbreytinganna.
Eitt besta gervitunglið til að rannsaka loftslagsbreytingar er Sentinel-3. Það fylgist með höfunum og hitastigi þeirra, auk þess að mæla hæð sjávarmáls. Þetta hjálpar vísindamönnum að sjá hvernig plánetan okkar er að hitna og hvernig það hefur áhrif á náttúruna og fólk um allan heim.
C3S-þjónustan býður einnig upp á sniðug verkfæri eins og kort sem sýna hvernig hitastig hefur breyst með tímanum eða úrkomukort sem sýna hversu mikil úrkoma fellur á hverju ári. Gögnin nýtast okkur vel við að læra um hlýnun jarðar og hvað á sér stað þegar jörðin hitnar vegna of mikillar mengunar í lofti. Vísindamenn nota upplýsingarnar til að stuðla að verndun jarðar og til að tryggja að hún sé örugg fyrir alla!
Með C3S (Copernicus Climate Change Service) geturðu kannað hvernig loftslagsbreytingar virka og hvernig við getum öll hjálpað til við að gera jörðina að betri stað til að búa á. Haltu áfram að læra og uppgötvaðu hvernig Copernicus vinnur að því að berjast gegn loftslagsbreytingum!
Nánari upplýsingar hér: https://climate.copernicus.eu/
Congratulations! ? You’ve found the Copernicus Climate Change Service (C3S)!
The secret letter you are looking for is: N
Collect all the letters to form a word and use the word to get your reward at the booth from Náttúrufræðistofnun.
Here some cool things about the Copernicus Climate Change Service (C3S):
C3S helps scientists understand how the Earth’s climate is changing. By studying things like temperature, rainfall, and sea levels, C3S can help predict what the climate will be like in the future.
In Iceland, climate change is causing glaciers to melt, making them smaller every year. This means less ice and more water in rivers and oceans. The weather is changing too, with warmer winters and more rain. Some animals, like fish and birds, are also affected by these changes.
One of the best satellites to study climate change is Sentinel-3. It watches the oceans, measures how high the sea level is, and tracks how warm the water is. This helps scientists see how our planet is warming up and how it’s affecting nature and people everywhere.
C3S also provides cool tools, like maps that show how much the temperature has changed over time or how much rain falls each year. These tools help us learn about global warming—when the Earth gets warmer because of too much pollution in the air. Scientists use this information to help protect the planet and make sure it’s safe for everyone!
With C3S, you can explore how climate change works and how we can all help make the Earth a better place to live. Keep learning and discover how Copernicus is working to fight climate change!
Find out more here: https://climate.copernicus.eu/