Um Copernicus

Hvað er Copernicusaráætlunin?

Copernicus er jarðvöktunarhluti geimáætlunar Evrópusambandsins sem 
hefur það hlutverk að vakta plánetuna okkar og umhverfi hennar. Áætlunin 
býður upp á upplýsingaveitur sem nýta gervitunglagögn ásamt öðrum gögnum sem safnað er á jörðu niðri. 

Framkvæmdasjórn Evrópusambandsins stýrir áætluninni í samstarfi við
aðildarríkin, Geimvísindastofnun Evrópu (ESA), Evrópsk samtök fyrir nýtingu
veðurgervihnatta (EUMETSAT), Evrópumiðstöð fyrir meðalstórar veðurspár (ECMWF), stofnanir ESB, Mercator Océan (MOI), Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) og Sameiginlegu rannsóknarmiðstöðina (JRC).

Mikið magn af gögnum frá gervitunglum og mælikerfum á jörðu niðri, í lofti og á sjó er streymt í gegnum opnar þjónustuveitur. Upplýsingarnar eru svo nýttar af yfirvöldum og öðrum alþjóðlegum stofnunum og fyrirtækjum til að bæta lífsgæði Evrópubúa og aðra íbúa jarðarinnar. Upplýsingaveiturnar eru opnar og aðgengilegar öllum án takmarkana.

Copernicus Þjónustur

Copernicus áætlunin býður upp á sex mismunandi þjónustuveitur sem nýta gögn frá gervitunglum ásamt gögnum sem safnað er á jörðinni til að styðja við stefnumótun til að bæta umhverfi og öryggi manna. 

Copernicus Land Monitoring Services (CLMS)

Fylgist með landnotkun, gróðurfari og skipulagi þéttbýlis til að styðja við umhverfisstjórnun.

Copernicus Marine Monitoring Services (CMEMS)

Gögn sem tengjast vöktun á ástandi hafsins, vistkerfum sjávar og stranda. 

Copernicus Atmospheric Monitoring Services (CAMS)

Veitir gögnum um loftgæði, sólargeislun og loftslagsbreytingar.

Copernicus Climate Change Services (C3S)

Skilar upplýsingum um þróun loftslags, ásamt aðlögunar- og mótvægisaðgerðum.

Copernicus Emergency Management Services (CEMS)

Sér til þess að veita tímabær gögn fyrir viðbrögð við hörmungum og áhættustjórnun.

Copernicus Security Services (CSS)

Uppfærð gögn sem tengjast hörmungum og áhættustjórnun. 

Thematic Hubs Þemastöðvar

Credit: Guðni Hannesson

Health Hub

Heilbrigðisþema

Aðgangur að gögnum til að fylgjast með umhverfisþáttum sem hafa áhrif á lýðheilsu, svo sem loftgæði, útfjólublá geislun og áhrif loftslagsbreytinga á útbreiðslu sjúkdóma. 

Credit: Guðni Hannesson

Coastal Hub

Strandsvæðisþema

Upplýsingar um breytingar á strandlínu, sjávarstöðu og heilbrigði vistkerfa við strendur. Þessi gögn styðja við sjálfbæra stjórnunarstefnu og skipulag haf- og strandsvæða. 

Credit: Guðni Hannesson

Energy Hub

Orkuþema

Veitir aðgang að gögnum um sólar- og vindauðlindir, lífmassa og orkuinnviði. Gögnin hafa það hlutverk að styðja við hagræðingu og framleiðslu á endurnýjanlegri orku og bæta orkunýtni. 

Credit: Guðni Hannesson

Arctic Hub

Norðurslóðaþema

Skilar yfirgripsmiklum gögnum um ísþekju á Norðurslóðum, sífrera og breytingar í vistkerfum. Gögnin styðja við loftslagsrannsóknir, umhverfisvöktun og sjálfbæra þróun á Norðurslóðum. 

Sentinel gervihnettirnir

Credit: ESA/ATG medialab ©ESA

Sentinel gervihnettirnir eru hannaðir til athugana á ýmsum þáttum jarðathugana og eru lykilþáttur í Copernicus áætlun Evrópusambandsins. Gervihnettirnir sjá notendum fyrir samfelldum háupplausnargögnum um land, höf og andrúmsloft. Sentinel gervihnettirnir hafa mismunandi verkefni og fylgjast þannig með loftslagsbreytingum, náttúruhamförum, skógarhöggi og mengun og styðja þannig við umhverfisvernd og viðbrögð við hamförum á heimsvísu.

Lestu meira