
Hvað er Copernicusaráætlunin
Copernicusaráætlun Evrópusambandsins veitir nákvæm og uppfærð gögn sem nýtast til vöktunar á yfirborði og umhverfi jarðar. Áætlunin nýtir net gervitungla og ýmissa annarra kerfa á jörðu niðri til þess að fylgjast með loftslagsbreytingum og ástandi lands, sjávar og lofts. Áætlunin styður við
sjálfbæra þróun ásamt því að auka almannaöryggi um alla Evrópu og á heimsvísu.
Vefsíða Copernicusáætlunarinnar
Ísland og Copernicusaráætlunin

FPCUP, eða Framework Partnership Agreement on Copernicus User Uptake, er verkefni sem er fjármagnað af Evrópusambandinu og miðar að því að auka notkun Copernicusargagna og -þjónusta hér á landi. Verkefninu er einnig ætlað að vekja athygli á samfélagslegum og efnahagslegum ávinningi sem hlýst af Copernicusaráætluninni.

CAMS NCP Ísland vinnur að því að bæta loftgæðamælingar og auka vitund á umhverfisáskorunum á Íslandi, til dæmis í tengslum við rykstorma og gosösku. Verkefnið samþættir CAMS gögn við staðbundnar mælingar til að veita innsýn í loftslag og heilsufarslegar áskoranir sem tengjast því.

CORINE er Copernicus verkefni sem kortleggur yfirborðsgerðir og landnotkun í Evrópu en þær upplýsingar nýtast vel við gerð umhverfisáætlana. Ísland leggur til innlend gögn til að fylgjast með breytingum; bæði náttúrulegum-og manngerðum. Þessi gögn eru nauðsynleg fyrir sjálfbæra umhverfisstjórnun.
Tækifæri

Sjáðu Ísland úr lofti! Sjáðu breytingar og uppgötvaðu ný sjónarhorn með gagnasöfnum Copernicusar áætlunarinnar.
Finndu mynd dagsins hér.

Kynntu þér þjónustur Copernicus sem tengjast Íslandi og uppgötvaðu hvernig gervihnattagögn hjálpa okkur að skilja og vernda umhverfið, náttúruna og plánetuna okkar. Byrjaðu Copernicusarferðalagið þitt í dag!

Helsta verkfæri Copernicusaráætlunarinnar eru Sentinel gervitungamyndir sem veita okkur rauntímagögn um flóð, þurrka, elda og eldgos. Gögnin gera viðbragðsaðilum kleift að bregðast hratt við og skipuleggja fyrirbyggjandi aðgerðir með því að afhenda nákvæmar og hagnýtar upplýsingar meðan á náttúruhamförum stendur.

Kynntu þér hvernig Copernicus er kynnt í gegnum FPCUP verkefnið. Það er virkt á Íslandi og um allan heim til að hjálpa notendum að byrja að nota gögn og þjónustu Copernicusaráætlunarinnar.

Mörg tækifæri eru í boði í gegnum Copernicus til að læra, þróast, fá stuðning og fjármögnun fyrir verkefni og hugmyndir.

CASSINI er verkefni Evrópusambandsins sem styður frumkvöðla, sprotafyrirtæki og lítil og meðalstór fyrirtæki í geimiðnaðinum, en gildistími verkefnisins er frá 2021til 2027. Verkefnið nær yfir öll svið geimáætlunar ESB og samanstendur af vaxtarsjóði uppá einn milljarð evra, hackathon viðburðum, verðlaunum, viðskiptahraðli og myndun tengsla.
Fréttir Ísland
- Copernicus Hub Essentials🌊 Copernicus Hubs Essentials – Ókeypis netnámskeið Taktu þátt í Copernicus Marine Service á ókeypis, tveggja hluta vefnámskeiði fyrir alla sem hafa áhuga á gervihnattagögnum. Lærðu að skoða, nálgast og… Read more: Copernicus Hub Essentials
- Blue North – NCP MarineCopernicus-verkefnið Blue North fær fjármagn til að efla þekkingu á sjávargögnum tengdum Íslandi. Verkefnið “Blue North: Building Copernicus Marine Literacy in Iceland” hefur fengið fjármagn frá Mercator Ocean International til… Read more: Blue North – NCP Marine
- Nýi Wekeo Light vafrinnMöguleikinn á að skoða Copernicus-gögnin frá nýju sjónarhorni er kominn! Nýi Wekeo Light vafrinn gerir notendum kleift að kanna gagnasöfn Copernicus með áður óþekktri einfaldleika. Check it out here: The… Read more: Nýi Wekeo Light vafrinn
- New ERA explorer app is hereCheck it out here: ERA Explorer. The Copernicus Climate Change Service (C3S) has launched the ERA Explorer app, providing Icelanders with easy access to over 85 years of global climate… Read more: New ERA explorer app is here
- Successful HackathonEnglish The Copernicus Ocean Hackathon 2025 in Iceland was a success. With around 60 participants, both on site and online the teams have tackled some hard challenges using Copernicus data.… Read more: Successful Hackathon
Fréttir Copernicus & ESA
- OBSERVER: The EU Space Programme Explained
- Algae bloom chlorophyll South Australia
- ESA data records help underpin climate change report
- SUNSHINE First Training Seminar on EU Space Data and Services for Disaster Resilience
- OBSERVER: Designing sponge cities with Copernicus Land
- Iberian wildfires seen from space
- ESA’s Arctic Weather Satellite adds power to forecasts
- Eumetsat takes control of MetOp-SG-A1
- MetOp-SG-A1 and Sentinel-5: from cleanroom to space
- OBSERVER: How the EU Space Programme supports Search and Rescue – Galileo SAR Meet 2025