Sentinel gervitungl

Sentinel gervitunglin eru hönnuð til athugana á ýmsum þáttum jarðathugana og eru lykilþáttur í Copernicus áætlun Evrópusambandsins. Gervitunglin sjá notendum fyrir samfelldum háupplausnargögnum um land, höf og andrúmsloft. Sentinel gervitunglin hafa mismunandi verkefni og fylgjast þannig með loftslagsbreytingum, náttúruhamförum, skógarhöggi og mengun og styðja þannig við umhverfisvernd og viðbrögð við hamförum á heimsvísu. 

Sentinel 1

Lýsing: Sentinel 1 eru tvö gervitungl sem taka myndir allan sólarhringinn og nota ratsjá. Þau sjá notendum fyrir veðurþolnum myndum af yfirborði jarðar. 

Notkun: Gögnin eru notuð til að fylgjast með hafís, olíulekum og landhreyfingum auk viðbragða við hamförum. 

Staða: Skotið á loft [A] í apríl 2014 og [B] í apríl 2016. 

Sentinel 2

Lýsing: Sentinel 2 eru tvö gervitungl sem taka háupplausnarmyndir  í 13 litrófsböndum. 

Notkun: Gögnin eru notuð til landvöktunar á landbúnaði og skógrækt, við hamfarastjórnun og við greiningar á vatnasvæðum. 

Staða: Skotið á loft [A] í júní 2015, [B] í mars 2017 og [C] í september 2024. 

Sentinel 3

Lýsing: Sentinel 3 eru þrjú gervitungl sem eru hönnuð til að mæla yfirborðshæð sjávar, hitastig sjávar og lands og lit hafs og lands. 

Notkun: Gögnin eru notuð til hafrannsókna, loftslagsvöktunar og umhverfisverndar. 

Staða: Skotið á loft [A] í febrúar 2016 og [B] í apríl 2018. 

Sentinel 4

Lýsing: Sentinel 4 er far sem flutt er með gervitungli á jarðstöðubraut til að fylgjast með samsetningu andrúmsloftsins, með sérstaka áherslu á loftgæði og óson. 

Notkun: Gögnin eru notuð við loftgæðamælingar og veðurspár. 

Staða: Áætlað er að skjóta farinu á loft 2024-2025 og það verði flutt með MTG-S gervitunglinu. 

Sentinel 5

Lýsing: Sentinel 5 fylgist með lofttegundum, svifryki og öðrum þáttum sem hafa áhrif á loftgæði og loftslag. 

Notkun: Gögnin eru notuð til loftgæðamælinga, rannsókna á loftslagsbreytingum og efnafræði andrúmsloftsins. 

Staða: Forveri [P] var skotið á loft í október 2017. Áætlað er að skjóta Sentinel 5 á loft 2025. 

Sentinel 6

Lýsing: Sentinel 6 mælir breytingar á sjávarstöðu og útvegar nákvæm gögn fyrir rannsóknir á hafi og loftslagsvöktun. 

Notkun: Gögnin eru notuð til að fylgjast með sjávarstöðu og einnig við haf- og loftslagsrannsóknir. 

Staða: Skotið á loft [A] í nóvember 2020. Áætlað er að skjóta öðru gervitungli á loft [B] árið 2025. 

Copernicus contributing missions.
Credit: ESA

Aukaframlag Copernicus við vöktun jarðar 

Aukaframlag Copernicus við vöktun (e. The Copernicus Contributing Missions) gegnir mikilvægu hlutverki við vöktun jarðar með því að afhenda gögn frá öðrum sem styðja við gögn frá Sentinel-gervitunglunum. Þessi gögn koma frá gervitunglum sem eru frá evrópskum og alþjóðlegum rekstraraðilum og,æta þörfum þjónustuaðila Copernicus, oft með hærri upplausn eða mismunandi skynjunargetu á meðan Sentinel gervitunglin einblína á kerfisbundna langtímavöktun á yfirborði jarðar. 

Lærðu meira um Copernicus Contributing Missions hér


Þú getur fylgst með staðsetningu Sentinel gervitunglanna á sporbaug í beinni hér í ESA Sentinel stjórnborðinu.

Lestu meira um Copernicus Sentinel gervitunglin hér.