
Þann 19. febrúar kl. 12:15 hjá islenska sjávarklanum verður Notendaþing Hafþjónustu Copernicus á Íslandi (Copernicus Marine User Forum Iceland) haldið og hefst á standandi hádegisverði. Þar kemur saman íslenska sjávar- og strandsamfélagið til að kynna sér gögn og þjónustu um hafið og til að miðla reynslu af þörfum og forgangsatriðum notenda.
Fleiri upplýsingar og skráning:
Viðburðurinn er haldinn í húsakynnum Íslenska sjávarklasans og er markmið hans að tengja saman aðila úr atvinnulífi, rannsóknasamfélaginu og stjórnsýslu með gagnvirkum og áhugaverðum eftirmiðdegi.
Á notendaþinginu
- verður kynning á Hafþjónustu Copernicus og MyOceanViewer kortasjánni þar sem eru sýnd hagnýt dæmi sem tengjast íslenskum verkefnum.
- verða staðbundnar kynningar þar sem sýnt verður hvernig rannsóknastofnanir og fyrirtæki nota raungögn um hafið í sinni starfsemi.
- verður gagnvirkur vinnufundur þar sem skoðuð verða mismunandi notkunardæmi og rætt um gagnaþörf innan samfélagsins.
Tækifæri til tengslamyndunar/tengslamyndana eru fléttuð inn í dagskrána og henni lýkur svo með hressingu og léttum veitingum.
Hvort sem starf þitt tengist hafís, sjávarhita, fiskveiðum, lífríki hafsins, siglingum, hafrannsóknum, bláa hagkerfinu, eða ef þú ert einfaldlega forvitin/n/ð, þá hvetjum við þig til að koma og vera með okkur þann 19. febrúar í Íslenska sjávarklasanum.


On the 19th of February 2026 at 12:15 the Starting with a free standing lunch, the Copernicus Marine User Forum Iceland brings together Iceland’s marine and coastal community to explore ocean data and services—and to hear directly from users about needs and priorities.
Register here for the free event:
Hosted at the Iceland Ocean Cluster, the forum aims to connect industry, research, and decision-makers through an interactive and engaging afternoon.
Attendees can expect:
- An introduction to Copernicus Marine and MyOceanViewer, with practical examples linked to Icelandic use cases
- Local showcases featuring real-world marine data applications from research institutes and companies
- An interactive session to explore use cases and discuss data needs across the community
Networking opportunities are woven throughout the event, with the day concluding with drinks and refreshments.
Whether your work connects to sea ice, ocean temperature, fisheries, marine species, shipping/navigation, marine research, or the blue economy, or you’re simply curious, join us on 19 February at the Iceland Ocean Cluster!
