Áskorun
Taktu þátt í spennandi helgi, 7.–9. febrúar 2025, fullri af nýsköpun og samvinnu á Hakkaþoni Copernicus Ocean 2025! Hakkaþonið býður upp á einstakt tækifæri til að takast á við raunverulegar áskoranir með notkun gagna og þjónustu frá Copernicus. Hvort sem þú ert nemandi, starfar í sprotafyrirtæki eða hefur einfaldlega áhuga á að þróa lausnir, mun þetta gefa þér tækifæri til að vinna að verkefnum sem geta hjálpað íslenskum fyrirtækjum og stjórnvöldum að fylgjast betur með hafi og strandsvæðum, og stuðla þannig að sjálfbærri framtíð.
Við opnunarathöfnina, sem fer fram föstudaginn 7. febrúar klukkan 17:00, munum við veita innsýn í hvernig nýta má þessi háþróuðu gögn til að mæta brýnum staðbundnum áskorunum. Vertu endilega með!
Af hverju ættirðu að taka þátt?
- Tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á eftirlit með hafi og strandsvæðum landsins.
- Tækifæri til að kynnast frumkvöðlum og sérfræðingum úr bláa hagkerfinu og tæknigeiranum.
- Tækifæri til að sýna færni þína fyrir mögulegum samstarfsaðilum og styrktaraðilum.
- Taktu þátt í spennandi keppni með glæsilegum verðlaunum og fáðu viðurkenningu á sviði tækni og umhverfismála.
Það skiptir engu máli hvaðan þú kemur eða hvað bakgrunnur þinn er, hugmyndir þínar geta mótað framtíðina. Vertu með og umbreyttu gögnum í verðmæti!
Upplýsingar
Hefst: Þann 7. febrúar 2025 kl: 17:00 (GMT)
Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík og á netinu
Umsóknafresti lýkur á miðnætti föstudaginn 7. febrúar 2025.
Tímalína
Hvað | Hvenær | Dagur |
Opnunarhátið | 17:00 GMT – 18:00 GMT | Föstudagur 7 febrúar |
Léttar veitingar, Hópefli | 18:00 GMT – 19:00 GMT | Föstudagur 7 febrúar |
Hakka og finna lausnir | from 19:00 GMT | Föstudagur 7 febrúar til Sunnudagur 9 febrúar |
Kynningar á verkefnum | 16:00 GMT – 17:00 GMT | Sunnudagur 9 febrúar |
Verðlaunarafhending | 18:00 GMT – 18:30 GMT | Sunnudagur 9 febrúar |
Staðsetning
Háskólinn í Reykjavík
Menntavegur 1, 102 Reykjavík, Iceland
Rafræn þátttaka
Hlekkur fyrir streymi, föstudaginn 7. febrúar kl: 17:00!
Hlekkurinn verður aðgengilegur frá kl 16:45, föstudaginn 7. febrúar.
Þar verður farið yfir nánari upplýsingar fyrir Hakkaþonið.
Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband:
Samstarfsaðilar
Skipuleggjandur
Styrktaraðilar
Þessi vefsíða er studd af Caroline Herschel Rammasamstarfssamningi Evrópusambandsins um notendaviðtöku Copernicus samkvæmt styrktarsamningi nr. FPA 275/G/GRO/COPE/17/10042, verkefni FPCUP (Rammasamstarfssamningur um notendaviðtöku Copernicus), Aðgerð 2020-1-14 “Kynning á notkun Copernicus á Íslandi”.