
Það eru margar leiðir til að skoða og nálgast gögn og þjónustu frá hafþjónustu Copernicus.
Verkfærin sem eru í boði eru hönnuð fyrir ólíka kunnáttu – allt frá einföldum kortasjám fyrir byrjendur til öflugra kerfa fyrir gagnagreiningu og úrvinnslu.
Hér fyrir neðan eru helstu aðkomuleiðir að kerfinu og er þeim raðað eftir erfiðleikastigi – frá notendavænum kortasjám til sérhæfðs vinnuumhverfis fyrir gagnainnsetningu og úrvinnslu.
Verið forvitin og skemmtið ykkur!
Útskýringar um hafið
Á vegum hafþjónustu Copernicus hafa verið útbúnar einfaldar og skemmtilegar útskýringar um hafið. Þar er hægt að kynnast vistkerfinu, samspili innan þess, sögulegum breytingum og ýmsum fyrirbærum hafsins með gagnvirkum og skýrum hætti.

Byrjendur
Hægt er að skoða gögn um hafið á myndrænan hátt með MyOceanLearn.
Til að fá sem besta upplifun er mælt með því að nota einn af eftirfarandi vöfrum og ganga úr skugga um að nýjasta útgáfa sé uppsett: Chrome, Edge eða Safari.
https://myoceanlearn.marine.copernicus.eu/
Millistig
Hægt er að vinna beint með gögnin og skoða helstu gagnasett.
https://data.marine.copernicus.eu/viewer
Lengra komnir
Fullur aðgangur að gögnunum í ítarlegri kortasjá, með viðbótarverkfærum til vöktunar og spágerðar.
https://data.marine.copernicus.eu/viewer/expert
Sérfræðingar
Hægt er að nota GitHub og Jupyter Notebooks til að vinna með gögnin, hlaða þeim niður og vinna úr þeim.
Hér er dæmi um hvernig hægt er að nálgast gögnin. Hægt er að keyra hverja röð fyrir sig í Google Colab með því að smella á spilunarhnappana í réttri röð.

Þú þarft aðgang að hafþjónustu Copernicus. Stofnaðu aðgang:
Finndu fleiri gagna Notebooks á GitHub-síðunni okkar:
Aðgangur að fleiri Jupyter Notebooks frá Hafþjónustu Copernicus:

Netnámskeið
Í boði eru netnámskeið og viðburðir þar sem þátttakendur geta verið í beinu sambandi við sérfræðinga og tengst samfélagi fagfólks.
Aðgangur að rafrænu námefni
Hér má finna efni sem sýnir hvernig nýta má gögn og þjónustu Copernicus Marine í ólíkum verkefnum, til dæmis með Jupyter, R-Studio og QGIS.
Bæta við aukagögnum
Hægt er að skoða fleiri gagnasett, til dæmis evrópsku EMODnet-gögnin um skipaumferð, fiskimið, hafbotn og fleira.
Find more data here:
Hér má sjá dæmi um þéttleika fiskiskipa á árunum 2019–2025.
Stafræn tvíburi
Með European Digital Twin Ocean (EDITO) er hægt að setja upp eigið stafrænt líkan með aðgangi að fjölbreyttum gagnasettum sem eru tilbúin til notkunar.