Hafþjónusta Copernicus

Um

Hafþjónusta Copernicus, sem er hluti af Copernicus-áætlun Evrópusambandsins, veitir ókeypis og áreiðanlegar upplýsingar um: 

🔵 Bláa hafið
Efnisleg gögn 
Dæmi: Hafstraumar

⚪ Hvíta hafið
Hafís
Dæmi: Breytingar á hafís

🟢 Græna hafið
Lífefnafræðileg gögn
Dæmi: Virkni blaðgrænu

Þjónustan er styrkt af Evrópusambandinu og rekin af Mercator Ocean International. Hún styður við stefnu sambandsins, alþjóðlegar skuldbindingar og þróun hins svokallaða bláa hagkerfis. 

Hágæða gögn þjónustunnar nýtast til að vernda hafið, draga úr mengun, auka öryggi á sjó, tryggja sjálfbæra nýtingu og fylgjast með loftslagsbreytingum. Þau eru opin öllum, almenningi, vísindafólki og atvinnulífi, og má nálgast bæði hnattræn og svæðisbundin gögn án endurgjalds. Með þessu er jafnframt stuðlað að aukinni vitund almennings um mikilvægi hafsins. 


Mögulegir hagsmunaaðilar

Stefnumótendur

Þjónustan gerir ákvarðanatöku auðveldari með því að bjóða upp á skýr og aðgengileg gögn. Þannig er þekkingin alltaf innan seilingar.

Skoðaðu tiltæk verkfæri fyrir stefnumótun, allt frá vatnatilskipun til bláa hagkerfisins.

Áhafnir skipa

Hægt er að fá spár um aðstæður í hafi sem gera siglingar öruggari, allt frá ölduhæð til plöntusvifs sem hvort tveggja getur haft áhrif á aflann.

Skoðaðu hvernig sprotafyrirtækið GreenFish nýtir gervigreind og Copernicus-gögn.

Viðbragðsaðilar

Með spám úr þjónustunni geta viðbragðsaðilar brugðist hratt við, undirbúið sig fyrir náttúruvá og metið hvaða svæði eru í mestri hættu.

Skoðaðu hvernig sprotafyrirtækið Hefring Marine nýtir gögnin til að draga úr skemmdum á skipum.

Vísindafólk

Vísindafólk fær aðgang að miklu magni af forunnum gögnum frá gervitunglum, úr mælingum á sjó og tölvulíkönum, sem nýtast við rannsóknir og verkefni.

Finndu gagnasettið sem styður best við þínar rannsókn.

Credit: ChatGPT

Umhverfiseftirlit

Þjónustan gerir kleift að fylgjast með breytingum í viðkvæmum vistkerfum, til dæmis með því að greina plast í hafi, skaðlega efnalosun eða olíuleka.

Skoðaðu hafvöktunarvísar

Credit: ChatGPT

Ferðaþjónusta

Ferðaþjónustan getur nýtt gögnin til að skoða hitastig sjávar, ölduhæð og sjávarföll við skipulagningu ferða og afþreyingar.

Finndu hvernig réttu gögnin geta stutt við afþreyingu eða ferðaþjónustu.

Sjáðu hvernig aðrir notendur um allan heim nýta hafþjónustu Copernicus og finndu dæmi sem henta þínum þörfum.


Blue North

Copernicus Marine NCP

Í júní 2025 hófst verkefnið “Blue North”, fyrsta íslenska verkefnið innan Copernicus Marine National Collaboration Programme (Lot 3), samstarfsáætlunar á landsvísu sem unnin er af Mercator Ocean International.  Verkefnið er leitt af Háskóla Íslands í samstarfi við Náttúrufræðistofnun og Íslenska sjávarklasann.

Markmið verkefnisins er að efla innlenda þekkingu á sjávargögnum, virkja notendur og styðja við innleiðingu stefnu Evrópusambandsins hér á landi. Helstu viðburðir og verkefni eru meðal annars: 

Samráðsfundur

Credit: ChatGPT

Alþjóðlegt málþing

Credit: Lilja Laufey Davíðsdóttir

Þjálfunarnámskeið

Sjávarhakkaþon

Með þessum aðgerðum verður byggð upp færni, nýsköpun efld og aðgangur að sjávargögnum aukinn – til hagsbóta fyrir sjálfbæra nýtingu fiskistofna, eftirlit með strandsvæðum og stjórn hafsins. 

Blue North styrkir stöðu Íslands innan Copernicus-samstarfsins og styrkir það með íslensku fræðsluefni og dæmum úr raunveruleikanum um notkun sjávargagna. 


Dæmi um notkun

Eftirlit með hafís

Með hafþjónustu Copernicus er hægt að fylgjast með hafís á reki, leið hans, aldri og fleiru.

Eftirlit með plasti

Credit: ChatGPT

Sjávargögnin nýtast til að rekja uppruna og ferðir plasts í hafinu. Hægt er að setja inn upphafspunkt og sjá hvernig plast berst með tímanum. Einnig er hægt að velja stillinguna „Origin of Plastic“ til að sjá hvaðan plastið kemur.

Líffræðilegt eftirlit

Credit: ChatGPT

Með því að skilja hvaða þættir hafa áhrif á tiltekna sjávartegund og ferðir hennar er mögulegt að spá fyrir um breytingar. Hér er dæmi um Sargassum-þörunginn.


Hafsjór af gögnum


Aðgangur að gögnum

Gögnin eru aðgengileg í Marine Data Viewer. Hægt er að skipta yfir í stillinguna til að fá beinan aðgang að öllum gagnasettum og hlaða þeim niður.


Lærðu

Hægt er að nálgast og læra um gagnasett hafþjónustu Copernicus á skemmtilegan og gagnvirkan hátt. Skoðaðu fjölbreytt tækifæri sem eru í boði til að læra meira.


Copernicus Marine Fréttir

  • The Copernicus Marine Service has launched the beta of the MyOcean Dashboards — interactive, customisable workspaces that put the ocean at your fingertips. Build your own view with maps, graphs and annotations, and explore marine conditions across time, space, depth and variables.
  • Copernicus Sentinel-6B, scheduled for launch in November 2025, represents Europe’s next step in monitoring sea level from space. Building on the legacy of Sentinel-6A, it will extend the long-term record of ocean height observations, ensuring the continuity of high-precision satellite altimetry data feeding into Copernicus Marine’s ocean monitoring and forecasting products. 
  • On 4 November 2025, the Copernicus Sentinel-1D satellite was successfully launched, extending continuity of EU radar observations from space. Its data will support a range of key marine applications, including sea ice monitoring, climate studies, and safe navigation.
  • As pressures on marine environments intensify, Copernicus Marine continues to evolve to support sustainable ocean management. The November 2025 catalogue update introduces new and updated products to address key ocean challenges such as sea level rise and Sargassum proliferation. 
  • Set for launch on 4 November 2025 from the European Spaceport in Kourou, French Guiana, Sentinel-1D will secure the uninterrupted flow of radar observations provided by Copernicus, the Earth Observation component of the EU Space Programme. It will also strengthen the Copernicus Marine Service’s ability to deliver continuous, state-of-the-art information on the ocean surface.
  • Data from Copernicus Marine Service, analysed by Mercator Ocean International, show that global sea ice extent continues its long-term decline. In September 2025, Arctic sea ice extent reached its seventh-lowest minimum since 1993, while the extent in the Antarctic reached its third-lowest maximum.

Fréttir um notkun

  • The western Ligurian coastal zone, stretching from Genoa to the Cinque Terre Park, is a dynamic and vulnerable area exposed to multiple natural and human pressures. Extreme weather events—such as heavy rainfall, coastal storms, and storm surges—frequently impact ports, marinas, and tourism, threatening safety and infrastructure. The narrow coastal plains and steep topography amplify flash-flood […]
  • Who we areAlongRoute is a women-led, Greek deep-tech SME that develops AI-enhanced marine weather intelligence, delivered as data and analytics, primarily to routing and fleet-management systems, and supporting in this way the digital and green transition of the maritime sector. Combining satellite, reanalysis, and in-situ data, derived from Copernicus Services, with hybrid physics-AI models, we reconstruct […]
  • In late September 2025, thousands of dead fish washed ashore along the German Baltic coast near Nienhagen, Warnemünde, and Markgrafenheide. The State Agency for Environment, Nature Conservation and Geology Mecklenburg-Vorpommern (LUNG), tasked with reporting to European directives, asked EOMAP to help understand the possible causes of this sudden event. EOMAP scanned the Copernicus Marine Data in […]
  • Littosat aims to provide coastal zone managers with a dashboard for spatio-temporal monitoring of coastal environment parameters, fed by satellite data from the Copernicus programme. Copernicus provides a rich source of data for understanding and monitoring the coastal environment. Littosat is designed in order to unlock these data for stakeholder responsible for managing marine protected areas […]
  • Icebergs in the Barents Sea originate from glacier calving in Svalbard, Franz Josef Land, Novaya Zemlya, and Severnaya Zemlya. Compared to the massive icebergs from Greenland, those near Svalbard tend to be smaller and less numerous. Their distribution east of the archipelago is influenced by ocean currents, sea-ice coverage, and seasonal melt processes. Although their […]

Opin útboð

Hægt er að skoða opin útboð hjá Copernicus Marine og nýta þau tækifæri sem eru í boði.

Útboð: https://www.mercator-ocean.eu/about-us/work-with-us/calls-for-tender/