
Um
Hafþjónusta Copernicus, sem er hluti af Copernicus-áætlun Evrópusambandsins, veitir ókeypis og áreiðanlegar upplýsingar um:
🔵 Bláa hafið
Efnisleg gögn
Dæmi: Hafstraumar
⚪ Hvíta hafið
Hafís
Dæmi: Breytingar á hafís
🟢 Græna hafið
Lífefnafræðileg gögn
Dæmi: Virkni blaðgrænu
Þjónustan er styrkt af Evrópusambandinu og rekin af Mercator Ocean International. Hún styður við stefnu sambandsins, alþjóðlegar skuldbindingar og þróun hins svokallaða bláa hagkerfis.
Hágæða gögn þjónustunnar nýtast til að vernda hafið, draga úr mengun, auka öryggi á sjó, tryggja sjálfbæra nýtingu og fylgjast með loftslagsbreytingum. Þau eru opin öllum, almenningi, vísindafólki og atvinnulífi, og má nálgast bæði hnattræn og svæðisbundin gögn án endurgjalds. Með þessu er jafnframt stuðlað að aukinni vitund almennings um mikilvægi hafsins.
Mögulegir hagsmunaaðilar

Stefnumótendur
Þjónustan gerir ákvarðanatöku auðveldari með því að bjóða upp á skýr og aðgengileg gögn. Þannig er þekkingin alltaf innan seilingar.
Skoðaðu tiltæk verkfæri fyrir stefnumótun, allt frá vatnatilskipun til bláa hagkerfisins.

Áhafnir skipa
Hægt er að fá spár um aðstæður í hafi sem gera siglingar öruggari, allt frá ölduhæð til plöntusvifs sem hvort tveggja getur haft áhrif á aflann.
Skoðaðu hvernig sprotafyrirtækið GreenFish nýtir gervigreind og Copernicus-gögn.

Viðbragðsaðilar
Með spám úr þjónustunni geta viðbragðsaðilar brugðist hratt við, undirbúið sig fyrir náttúruvá og metið hvaða svæði eru í mestri hættu.
Skoðaðu hvernig sprotafyrirtækið Hefring Marine nýtir gögnin til að draga úr skemmdum á skipum.

Vísindafólk
Vísindafólk fær aðgang að miklu magni af forunnum gögnum frá gervitunglum, úr mælingum á sjó og tölvulíkönum, sem nýtast við rannsóknir og verkefni.
Finndu gagnasettið sem styður best við þínar rannsókn.

Umhverfiseftirlit
Þjónustan gerir kleift að fylgjast með breytingum í viðkvæmum vistkerfum, til dæmis með því að greina plast í hafi, skaðlega efnalosun eða olíuleka.
Skoðaðu hafvöktunarvísar.

Ferðaþjónusta
Ferðaþjónustan getur nýtt gögnin til að skoða hitastig sjávar, ölduhæð og sjávarföll við skipulagningu ferða og afþreyingar.
Finndu hvernig réttu gögnin geta stutt við afþreyingu eða ferðaþjónustu.
Sjáðu hvernig aðrir notendur um allan heim nýta hafþjónustu Copernicus og finndu dæmi sem henta þínum þörfum.
Blue North
Copernicus Marine NCP

Í júní 2025 hófst verkefnið “Blue North”, fyrsta íslenska verkefnið innan Copernicus Marine National Collaboration Programme (Lot 3), samstarfsáætlunar á landsvísu sem unnin er af Mercator Ocean International. Verkefnið er leitt af Háskóla Íslands í samstarfi við Náttúrufræðistofnun og Íslenska sjávarklasann.
Markmið verkefnisins er að efla innlenda þekkingu á sjávargögnum, virkja notendur og styðja við innleiðingu stefnu Evrópusambandsins hér á landi. Helstu viðburðir og verkefni eru meðal annars:

Samráðsfundur

Alþjóðlegt málþing

Þjálfunarnámskeið

Sjávarhakkaþon
Með þessum aðgerðum verður byggð upp færni, nýsköpun efld og aðgangur að sjávargögnum aukinn – til hagsbóta fyrir sjálfbæra nýtingu fiskistofna, eftirlit með strandsvæðum og stjórn hafsins.
Blue North styrkir stöðu Íslands innan Copernicus-samstarfsins og styrkir það með íslensku fræðsluefni og dæmum úr raunveruleikanum um notkun sjávargagna.
Dæmi um notkun
Eftirlit með hafís

Með hafþjónustu Copernicus er hægt að fylgjast með hafís á reki, leið hans, aldri og fleiru.
Eftirlit með plasti

Sjávargögnin nýtast til að rekja uppruna og ferðir plasts í hafinu. Hægt er að setja inn upphafspunkt og sjá hvernig plast berst með tímanum. Einnig er hægt að velja stillinguna „Origin of Plastic“ til að sjá hvaðan plastið kemur.
Líffræðilegt eftirlit

Með því að skilja hvaða þættir hafa áhrif á tiltekna sjávartegund og ferðir hennar er mögulegt að spá fyrir um breytingar. Hér er dæmi um Sargassum-þörunginn.
Hafsjór af gögnum
Aðgangur að gögnum
Gögnin eru aðgengileg í Marine Data Viewer. Hægt er að skipta yfir í stillinguna
til að fá beinan aðgang að öllum gagnasettum og hlaða þeim niður.
Fleiri myndrænar gagnalausnir: https://marine.copernicus.eu/access-data/ocean-visualisation-tools
Lærðu
Hægt er að nálgast og læra um gagnasett hafþjónustu Copernicus á skemmtilegan og gagnvirkan hátt. Skoðaðu fjölbreytt tækifæri sem eru í boði til að læra meira.
Copernicus Marine Fréttir

- At the 18th EU Space Conference from 27-28 January, the Copernicus Marine Service will showcase how oceanographic data supports safety, navigation, port infrastructure, and security across Europe’s maritime sector.
- As the High Seas Treaty enters into force, the Copernicus Marine Service provides the scientific backbone for marine protected areas, environmental impact assessments, and evidence-based ocean governance.
- Abstract submissions are open for the session “The Copernicus Marine Service and the European Digital Twin of the Ocean” (OS4.8) at the European Geosciences Union (EGU) General Assembly 2026, which will take place from 3 to 8 May 2026 at the Austria Center Vienna and online. Abstracts are required to be submitted through the EGU […]
- The Copernicus Marine Service recently released a new operational Sargassum detection product as part of its November 2025 service update. This product delivers near real-time monitoring of floating sargassum across the Atlantic and Caribbean basins, strengthening Copernicus Marine’s biogeochemical product portfolio.
- The Ocean State Report 11 call for contributions is open. Researchers are invited to propose contributions by 4 February 2026 to support a flagship EU publication that delivers independent, peer-reviewed insights on ocean conditions and change, grounded in Copernicus Marine data and supporting evidence-based decision-making.
- Copernicus Marine Service is releasing new global coastal satellite-derived bathymetry products delivering 100 m-resolution depth information in coastal waters. These datasets are designed to support coastal management, marine and climate research, and the Blue Economy.
Fréttir um notkun
- The Ría de Arousa is a major aquaculture hot spot within the Galician Rías, hosting more than 2,800 mussel rafts out of roughly 3,600 deployed across Galicia. This region accounts for around 11% of global mussel production, highlighting its strategic relevance for European and international aquaculture as well as its exposure to environmental variability.As one […]
- The coral reefs of the Caribbean Netherlands provide coastal protection, are important biodiversity hotspots and habitat for diverse marine life, and attract many tourists. However, the reefs are under threat from climate change, diseases, acidification and human influences such as overfishing, and land-based pollution, including nutrients, pollutants and sediments from inland sources. As a response, […]
- Dublin Bay lies adjacent to Ireland’s largest urban area and is therefore subject to significant anthropogenic pressures. It is among the 17% of Irish coastal waterbodies classified as having unsatisfactory levels of Dissolved Inorganic Nitrogen. Consequently, the Environmental Protection Agency (EPA), responsible for national water quality monitoring under the EU Water Framework Directive (WFD), has […]
- CONNECT Albufeira is a high-resolution coastal monitoring and forecasting service that integrates model-based forecasts with in-situ and satellite observations to deliver information on physics and faecal indicator bacteria (FIB) for the coastal waters of Albufeira (Algarve region). This region is one of Portugal’s most important coastal tourism destinations, recognized for its beaches, recreational and maritime […]
- Flooding events represent a major hazard to life and property in coastal communities. In estuarine environments, extreme sea level events caused by the combined effects of astronomical tides and storm surge pose significant threats to urban areas as well as to port infrastructure. In recent years, such events have become increasingly frequent in Cantabria’s estuaries […]
Opin útboð
Hægt er að skoða opin útboð hjá Copernicus Marine og nýta þau tækifæri sem eru í boði.
Útboð: https://www.mercator-ocean.eu/about-us/work-with-us/calls-for-tender/
