Notendaþing Hafþjónustu Copernicus á Íslandi


Credit: Marco Pizzolato

Notendaþing Hafþjónustu Copernicus á Íslandi


Dagsetning:

19. febrúar 2026

Tími:

12:15 – 16:30

Staðsetning:

Íslenski sjávarklasinn

Tegund viðburðar:

Ókeypis viðburður á staðnum og í streymi

Dagskrá

  • 13:00-13:10  Gestgjafi býður fólk velkomið
  • 13:10-13:45  Inngangur að Hafþjónustu Copernicus
  • 13:45-14:45  íslenskar sýningar
  • 15:00-15:45  Dýfðu tánum í MyOceanViewer
  • 15:45-16:20  Gagnvirkur fundur
  • 16:20-16:30  Fundarlok

Lýsing

Notendaþing Hafþjónustu Copernicus á Íslandi (Copernicus Marine User Forum Iceland) hefst á standandi hádegisverði. Þar kemur saman íslenska sjávar- og strandsamfélagið til að kynna sér gögn og þjónustu um hafið og til að miðla reynslu af þörfum og forgangsatriðum notenda.

Viðburðurinn er haldinn í húsakynnum Íslenska sjávarklasans og er markmið hans að tengja saman aðila úr atvinnulífi, rannsóknasamfélaginu og stjórnsýslu með gagnvirkum og áhugaverðum eftirmiðdegi.

Á notendaþinginu

  • verður kynning á Hafþjónustu Copernicus og MyOceanViewer kortasjánni þar sem eru sýnd hagnýt dæmi sem tengjast íslenskum verkefnum.
  • verða staðbundnar kynningar þar sem sýnt verður hvernig rannsóknastofnanir og fyrirtæki nota raungögn um hafið í sinni starfsemi.
  • verður gagnvirkur vinnufundur þar sem skoðuð verða mismunandi notkunardæmi og rætt um gagnaþörf innan samfélagsins.

Tækifæri til tengslamyndunar/tengslamyndana eru fléttuð inn í dagskrána og henni lýkur svo með hressingu og léttum veitingum.

Hvort sem starf þitt tengist hafís, sjávarhita, fiskveiðum, lífríki hafsins, siglingum, hafrannsóknum, bláa hagkerfinu, eða ef þú ert einfaldlega forvitin/n/ð, þá hvetjum við þig til að koma og vera með okkur þann 19. febrúar í Íslenska sjávarklasanum.


Partners

Contributors


Sponsored by